Það ætti enginn að missa af Marleigh

Marleigh með móðurbróður sínum sem hefur sett á laggirnar síðu …
Marleigh með móðurbróður sínum sem hefur sett á laggirnar síðu þar sem hún er í aðalhlutverki.

Chris nokkur, sem býr í Chesterfield í Bandaríkjunum og skilgreinir sig sem andlega fjarlægan frænda, hefur verið að birta skemmtileg myndbönd af frænku sinni Marleigh eins árs. Uppátæki hans hefur farið víða enda eru myndböndin sniðug og hann nú farinn að selja varning í hennar nafni þar sem ágóði sölunnar á að fara í framtíð hennar. 

Marleigh notar mikið orðið „yeet“ og eru peysur og fleira sem hægt er að kaupa merkt orðinu á vefsvæðinu

Á síðunni má sjá að peningurinn sem safnast í hennar nafni mun fara í menntunarsjóð fyrir hana eða búferlaflutninga til Hollywood. 

Það er dásamlegt að fylgjast með Marleigh á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi hvernig börn hugsa það að hella í glös. Megináherslan virðist vera að tæma úr fernunni í stað þess að horfa á stærðina á glasinu. 

Æfingin skapar meistarann og þetta mun að lokum takast hjá Marleigh. Þangað til gerir Chris skemmtileg myndbönd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. 

View this post on Instagram

A post shared by Marleigh (@theyeetbaby)

View this post on Instagram

A post shared by Marleigh (@theyeetbaby)

mbl.is