Þriggja ára sonur Clooneys talar ítölsku

Amal og George Clooney eiga þriggja ára gamla tvíbura.
Amal og George Clooney eiga þriggja ára gamla tvíbura. mbl.is/AFP

Hinn 59 ára gamli George Clooney á tvíburana Ellu og Alexander með eiginkonu sinni, Amal Clooney. Tvíburarnir, sem urðu þriggja ára í sumar, læra ekki bara ensku heldur líka ítölsku. Hjónin halda mikið til í húsi sínu við vatnið Como á Ítalíu og giftu sig þar.  

Hinn þriggja ára gamli Alexander varð allt í einu miðpunkturinn í viðtali við Clooney í tímaritinu GQ. Clooney er búinn að breyta skrifstofunni í herbergi fyrir tvíburana og þurfti þess vegna að veita viðtal í stofunni með tilheyrandi truflunum frá börnunum.

Hér má lesa brot úr viðtali við hinn þriggja ára gamla Alexander:

„Hversu gamall ertu?“

„Þriggja. Af því að ég átti afmæli.“

„Já, þú áttir afmæli! Og talar þú ítölsku reiprennandi?“

„Já!“

„Segðu eitthvað á ítölsku. Fáum að heyra þig segja eitthvað á ítölsku. Segðu það er mjög heitt í dag á ítölsku.“

„Molto caldo,“ sagði hinn þriggja ára Alexander. 

„Molto caldo,“ endurtók stoltur faðirinn.

George og Amal Clooney
George og Amal Clooney AFP
mbl.is