Fjögurra barna faðir og á fósturvísa í frysti

Ricky Martin á fjögur börn.
Ricky Martin á fjögur börn. AFP

Tónlistarmaðurinn Ricky Martin á fjögur börn með eiginmanni sínum Jwan Yousef. Hann er þó ekki búinn að útiloka frekari barneignir. Nóg er að gera á stóru heimili í kórónuveirufaraldri og það skilja ekki allir löngun hans til að stækka fjölskylduna enn frekar. 

„Sumum finnst ég brjálaður en ég elska stóra fjölskyldu og á nokkra fósturvísa sem bíða mín,“ sagði Martin í viðtali á vef ET. Martin vildi þó ekki segja meira um fyriráætlanir sínar. 

Tvíburar Martins eru 12 ára og hann segir unglingaveikina vera að gera vart við sig. Ofan á gelgjuna er samkomubann og mikið rifist um hver á hvaða herbergi og þar fram eftir götunum. „En þetta eru mjög flottir krakkar. Þeim gengur mjög vel í skóla miðað við það sem við erum að glíma við og þau eiga fallega litla systur og bróður og passa upp á hlutverk sitt sem verndandi eldri bræður.“

Ricky Martin.
Ricky Martin. AFP

Martin sagðist vera mjög ánægður með fjölskylduna þó svo að kannski bættust eitt eða tvö börn við. „Ég er mjög stoltur og mjög heppinn að eiga þá fjölskyldu sem ég á.“

Tón­list­armaður­inn eignaðist tví­burastráka með hjálp staðgöngumóður árið 2008. Mart­in átti þá áður en þeir Yous­ef gengu í hjóna­band í árs­byrj­un 2017. Yngri tvö börn­in komu einnig í heim­inn með hjálp staðgöngumóður. Hjón­in eignuðust dótt­ur í lok árs 2018 og nú í fyrra kom son­ur í heim­inn sem fékk nafnið Renn.

View this post on Instagram

A post shared by Ricky Martin (@ricky_martin)

mbl.is