Óglatt á meðgöngunni

Mandy Moore.
Mandy Moore. AFP

Leikkonan Mandy Moore segir að sér hafi verið mjög óglatt fyrstu mánuði meðgöngunnar. Moore gengur nú með sitt fyrsta barn. 

„Mér var mjög óglatt í byrjun. Ég var heima, þannig að ég missti ekki af neinu í vinnunni. Ég veit ekki hvernig konur fara að þessu. Mér var flökurt þegar ég vaknaði og svo bókstaflega allan daginn,“ sagði Moore í viðtali í útvarpsþættinum The Jess Cagle Show. 

Moore sagðist hafa lést mikið í byrjun meðgöngunnar af því hún gat ekki borðað. Eftir því sem leið á meðgönguna hvarf ógleðin smám saman og hún fékk lystina aftur. 

„Mér líður miklu betur núna. Mér líður eins og ég sé búin að fá orkuna aftur og líður vel. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Moore.

mbl.is