Börnin sem eru vön að hitta jólasveininn í dýragarðinum í Álaborg í Danmörku verða að láta sér nægja að hitta jólasveininn inni í kúlu sökum kórónuveirunnar.
Mikilvægt þykir að viðhalda hefðum og að foreldrar reyni eftir fremsta megni að gera hlutina sem börnin eru vön þrátt fyrir erfiða tíma.
Á síðu World Economic Forum má sjá viðbrögð almennings við þessu ástandi þar sem margir finna til með börnum sem hafa átt erfiða tíma að undanförnu.
Sumum líst vel á uppátækið en þó eru þeir sem halda því fram að það sé ekki eldra fólki bjóðandi að vera inni í kúlu svo klukkutímum skiptir til að viðhalda venju sem erfitt er að framfylgja í dag.