Systurnar orðnar nánari með árunum

Obama fjölskyldan hefur haft það ágætt í heimsfaraldrinum.
Obama fjölskyldan hefur haft það ágætt í heimsfaraldrinum. skjáskot/Instagram

Sasha og Malia Obama, dætur Baracks og Michelle Obama, hafa orðið nánari og betri vinkonur með árunum. Fjölskyldan hefur eytt miklum tíma saman þetta árið og þótt stelpurnar séu orðnar 19 og 22 ára og í háskóla hafa þær eytt bróðurpartinum af árinu heima. 

„Eins og hjá mörgum fjölskyldum sem eru það heppnar að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, eða að meðlimur veikist, höfum við lent í því að finna fyrir innilokunartilfinningu,“ sagði Barack í viðtali People

„En fyrir okkur Michelle sem foreldra, þá fáum við þennan aukatíma þar sem krakkarnir borða með okkur á hverju kvöldi, við spilum og horfum á kvikmyndir saman. Það hefur gefið okkur mikið,“ sagði Obama. 

Hann bætti við að núna þegar dætur hans væru orðnar eldri væru þær orðnar betri vinkonur. 

„Ég held líka að hluti af því sem hefur verið svo dásamlegt er að sjá Maliu og Söshu verða svona góðar vinkonur. Það eru þrjú ár á milli þeirra, og þegar önnur er 16 ára og hin 13 ára þá er þessi systrakeppni: „Tókstu bolinn minn? Hvar er hann? Af hverju ertu ekki búin að skila honum? Af hverju ertu að gera þetta eða hitt?““ sagði Obama og bætti við að þannig rifrildi heyrðu sögunni til.

mbl.is