Ekkert mál að fela óléttuna

Mindy Kaling gekk með sitt annað barn í heimsfaraldrinum.
Mindy Kaling gekk með sitt annað barn í heimsfaraldrinum. AFP

Leikkonan Mindy Kaling segir að það hafi ekki verið neitt mál að fela meðgönguna í heimsfaraldrinum. Kaling eignaðist annað barn sitt í september síðastliðnum og greindi ekki frá fæðingunni fyrr en mánuði seinna. 

„Það var ekki svo slæmt. Ég meina, ég var hvort sem er ekki að fara neitt, ekki frekar en annað fólk. Þannig að enginn komst að þessu. Það var ekkert mál,“ sagði Kaling í viðtali við Elle.

Kaling var virk á samfélagsmiðlum á meðgöngu en tók bara myndir af sér fyrir ofan mitti og klæddist víðum fötum. 

Hún á tvö börn, Katherine sem er tveggja ára og Spencer sem er nú tveggja mánaða. Hún hefur aldrei greint opinberlega frá því hvort hún fór í tæknifrjóvgun eða hvort börnin eiga föður.

mbl.is