Syrgir og sökk í þunglyndi eftir barnsmissinn

Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir …
Chrissy Teigen og John Legend misstu ófætt barn sitt fyrir stuttu. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen útskýrði af hverju hún væri ekki búin að vera mikið á Twitter að undanförnu. Ástæðan er fósturmissir hennar en Teigen og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn John Legend, misstu ófæddan son sinn fyrir tveimur mánuðum. 

Þrátt fyrir erfiða daga gefur Teigen í skyn að það sjáist bráðum til sólar. 

„Ég tísti ekki mikið af því í hreinskilni sagt þá er ég að glíma við sorg og þunglyndi en ekki hafa áhyggjur, ég fæ mikla hjálp og mun jafna mig fljótlega,“ tísti Teigen meðal annars. 

Teigen og Legends misstu ófæddan son sinn fyrir tveimur mánuðum. Teigen er þekkt fyrir að vera opinská og er dugleg að segja frá erfiðleikum í lífi sínu. Hún greindi frá missinum stuttu eftir að sonurinn kom í heiminn með því að birta myndir frá fæðingunni. Hún sagði einnig frá því árið 2017 að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi eftir að fyrsta barn hjónanna kom í heiminn. 

mbl.is