Börn Paltrow vaxin henni yfir höfuð

Gwyneth Paltrow er ein þeirra sem gerir ráð fyrir því …
Gwyneth Paltrow er ein þeirra sem gerir ráð fyrir því að lífið sé eilítið flókið.

Leikkonan Gwyneth Paltrow birti nýverið ljósmynd þar sem sést að börnin hennar tvö; þau Apple sextán ára og Moses fjórtán ára, eru nú bæði orðin tölvert stærri en hún. 

Ljósmyndina birti hún á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum þar sem hún heimsótti gröf föður síns, Bruce Paltrows. Hún segir lífið alls konar, bæði erfitt og gott, og því beri að fagna og þakka fyrir. 

Foreldrar Paltrow voru gift frá árinu 1969 þar til hann lést árið 2002. 

Sjálf á Paltrow börnin sín með söngvaranum Chris Martin, söngvara Coldplay. Þau voru gift frá 2003 til 2014. 

Skilnaðurinn vakti athygli þar sem þau voru miklir vinir í ferlinu og strax á eftir. Gwyneth er núna gift Brad Falchuk og Martin virðist yfir sig ástfanginn af Dakotu Johnson. 

Allir eru vinir, sér í lagi fyrir börnin sem þau setja í fyrsta sætið. 

mbl.is