Willis ánægð með fjölskylduna sína

Willis fjölskyldan á góðri stundu.
Willis fjölskyldan á góðri stundu.

Emma Willis, eiginkona leikarans Bruce Willis, birti á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum fallega mynd af fjölskyldunni þar sem hún hvetur alla til að njóta dagsins með þeim sem þeir eru með í stað þess að vera með hugann við eitthvað annað. 

Bruce Willis, sem er 65 ára á árinu, giftist Emmu Heming Willis árið 2009. Það sem vakti athygli við brúðkaupið er aldursmunurinn, en hún er tuttugu árum yngri en hann. 

mbl.is