Kenna táningsstúlkum á bíla

Stúlkurnar í Stella Maris College fengu námskeið þar sem þær …
Stúlkurnar í Stella Maris College fengu námskeið þar sem þær lærðu að skipta um dekk. mbl.is/Stella Maris College

Skólar um víða veröld hafa verið að leggja áherslu á að setja í námskrár sínar námskeið sem búa ungt fólk undir lífið.

Stella Maris College í Sydney í Ástralíu hefur vakið athygli fyrir áhugavert námskeið sem boðið var upp á nýlega til að valdefla táningsstúlkur með því að kenna þeim að skipta um dekk á bílum og athuga með olíuna svo eitthvað sé nefnt.

Frumkvæði að þessu hafði Galmatic-fræðslumiðstöðin þar sem fjórar konur tóku að sér að kenna stúlkum að umgangast bíla. Eleni Mitakos, ein þeirra sem fara fyrir verkefninu á vegum Galmatic, leggur áherslu á að þetta sé ekki bundið einungis við táningsstúlkur heldur konur á öllum aldri.

Amy Smith, aðstoðarskólastjóri Stella Maris College, segir að nemendum hafi þótt vinnustofan skemmtileg og nytsamleg. Þrír hópar með alls 40 stúlkum tóku þátt í námskeiðinu og var endurgjöf þeirra einstaklega jákvæð: Mikilvægt sé að kenna stúlkunum að stóla á sig sjálfar en ekki annað fólk í lífinu almennt.

Það eflir stúlkur að læra að takast á við hlutina …
Það eflir stúlkur að læra að takast á við hlutina sjálfar. mbl.is/Stella Maris College
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert