Kidman ólst upp við mikla fátækt

Nicole Kidman er þakklát fyrir lífið.
Nicole Kidman er þakklát fyrir lífið. AFP

Nicole Kidman segist alltaf vera þakklát fyrir það sem hún hefur því hún ólst upp við mikla fátækt. Hún elskar að vera foreldri en hún á tvær dætur með eiginmanninum Keith Urban. 

„Það að segja við barn „þú ert elskuð“ er eitt það mikilvægasta sem þú gerir sem foreldri.“

„Ég hef alltaf verið meðvituð um forréttindi því báðir foreldrar mínir voru bláfátækir. Þegar við fluttumst til Bandaríkjana áttum við ekkert. Foreldrar mínir þurftu að leita til Hjálpræðishersins og fá gefins dýnu sem við sváfum öll saman á. Mamma mín sá fyrir fjölskyldunni á meðan pabbi lauk doktorsnáminu en hann kom úr afar fátækri fjölskyldu. Þegar hann varð sálfræðingur veitti hann gjaldfrjálsa atferlismeðferð þeim sem gátu ekki borgað fyrir hana,“ segir Kidman í viðtali við Glamour UK. 

„Ég ólst upp með yndislegum föður sem gaf mikið af sér. Þá var móðir mín líka hjúkrunarfræðingur þannig að félagsleg vitund okkar var mjög sterk.

Ég giftist líka manni sem hefur unnið fyrir öllu sínu sjálfur og ólst upp við fátækt. Hann er úr sveitinni og fjölskyldan hans bjó bókstaflega í skúr. Þau höfðu engin svefnherbergi. Fjögur þeirra bjuggu í skúr sem síðan brann til grunna. Samfélagið kom saman og hjálpaði þeim því þau áttu ekkert.“

Þá segist Kidman vera viss um að hennar umhyggjusama eðli sé að miklu leyti tilkomið vegna þess að hún annaðist mikið móður sína þegar hún veiktist af brjóstakrabbameini en þá var Kidman aðeins unglingur.

„Ég er elst minna systkina, móðir mín fékk brjóstakrabbamein þegar ég var sautján ára og ég þurfti að annast hana. Ég er örugg í því hlutverki og finnst gott að geta annast einhvern.“

View this post on Instagram

A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert