Strax farin að hugsa um annað barn

Sophie Turner og Joe Jonas eru sögð vera farin að …
Sophie Turner og Joe Jonas eru sögð vera farin að huga að barni númer 2. AFP

Stjörnuparið Sophie Turner og Joe Jonas eru strax farin að hugsa um að eignast annað barn. Frumburður þeirra, dóttirin Willa, kom í heiminn í júlí síðastliðnum. 

„Joe og Sophie eru strax byrjuð að reyna að eignast annað barn. Þau eru mjög spennt að halda áfram að stækka fjölskylduna. Þau urðu mjög náin við það að eignast barn og langar núna til að eignast stóra fjölskyldu,“ sagði heimildarmaður UsWeekly

Jones og Turner gengu í það heilaga í Las Vegas vorið 2019 og héldu svo stórt brúðkaup í Frakklandi seinna um sumarið.

mbl.is