Halldóra og Kristinn eignuðust dreng

Halldóra eignaðist son á dögunum.
Halldóra eignaðist son á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingkonan Halldóra Mogensen og sambýlismaður hennar Kristinn Jón Ólafsson eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 20. nóvember. Lítill drengur kom í heiminn en fyrir átti Halldóra dóttur úr fyrra sambandi. 

Halldóra sá ekki endilega fyrir að eignast barn númer tvö þegar hún var kosin á þing. 

„Ég var ein­stæð móðir þegar ég var kos­in á þing og ætlaði sko aldrei að eign­ast annað barn. En svo hitti ég þenn­an ynd­is­lega mann sem bók­staf­lega kallaði á mig á förn­um vegi. Við höf­um verið óaðskilj­an­leg síðan þá og allt í einu langaði mig að eign­ast annað barn. Mig langaði að eign­ast barn með hon­um,“ sagði Halldóra í viðtali við mbl.is í október. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með litla drenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert