Barn fæðist frá 28 ára fósturvísi

Um það bil milljón fósturvísar eru geymdir í frosti í …
Um það bil milljón fósturvísar eru geymdir í frosti í Bandaríkjunum fyrir fólk sem glímir við ófrjósemi. Mynd/Getty Images

Barn fæddist í október á þessu ári í Tennessee í Bandaríkjunum frá fósturvísi sem frystur var árið 1992 eða fyrir 28 árum. BBC greinir frá. 

Barnið sem heitir Molly Gibson er einungis tveggja mánaða en hefur þegar sett heimsmet. Hún er talin hafa sett met sem sá fósturvísir sem lengst hefur verið frosinn en skilað fæddu barni. Fyrra met var sett af systur hennar, fóstursvísi frá sömu gjafa-foreldrum, Emmu.

Foreldrar þeirra Tina og Ben Gibson glímdu við ófrjósemi en fréttu af tilviljun af þjónustu þar sem hægt er að „ættleiða“ fósturvísa. 

Félagið National Embryo Donation Center (NEDC) er kristið almannaheillafélag í Knoxville sem geymir frosna fósturvísa, sem hafa verið tæknifjóvgaðir en ekki notaðir. Um það bil milljón frjóvgaðir fósturvísar eru í geymslu í frosti í Bandaríkjunum samkvæmt NECD. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert