Sterkari eftir fósturmissinn

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja eru sterkari og nánari eftir …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja eru sterkari og nánari eftir fósturmissinn. AFP

Fósturmissirinn hefur gert Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins mun sterkari og nánari. Meghan greindi frá því í pistli í New York Times í síðustu viku að þau hjónin hefðu misst fóstur í sumar. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. 

Missirinn var mikið áfall fyrir þau og segir heimildarmaður Us Weekly að þau séu enn í sárum. „Þau eiga enn erfitt með að hugsa um þetta, en þau hafa staðið þétt við bakið á hvort öðru í gegn um sársaukann. Á marga vegu hefur missirinn gert þau nánari og sterkari,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Harry og Meghan eiga soninn Archie sem er eins og hálfs árs. Á átakanlegan hátt lýsir Meghan því í pistlinum hvernig hún hélt á frumburði sínum þegar hún fann að hún var að missa fóstrið. 

mbl.is