Frambærileg vísindakona barn ársins hjá Time

Gitanjali Rao er barn ársins að mati Time.
Gitanjali Rao er barn ársins að mati Time. Ljósmynd/Time

Hin 15 ára gamla Gitanjali Rao hefur verið valið barn ársins af bandaríska tímaritinu Time. Rao, sem er mikil vísindakona, segist vona að hún geti veitt fólki innblástur til að leysa öll heimsins vandamál. Þetta er í fyrsta skipti sem Time velur barn ársins, en tímaritið er þekkt fyrir að velja manneskju ársins á hverju ári.

Þó Rao sé bara 15 ára gömul hefur hún fundið upp ýmiskonar tæki, eins og til dæmis tæki sem greinir blý í vatni og app sem greinir neteinelti. 

Hún var valin úr hópi 5 þúsund tilnefninga í Bandaríkjunum. 

„Ef ég get gert það, þá getur þú gert það, hver sem er getur það,“ sagði Rao í viðtali við Time með leikkonunni Angelinu Jolie. 

Rao sagði að hún liti ekki út fyrir að vera hinn hefðbundni vísindamaður sem fólk sér í sjónvarpinu. Þeir séu vanalega hvítir eldri karlmenn. 

„Kynslóðin okkar glímir við svo mörg vandamál, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. En á sama tíma glímum við enn við gömul vandamál. Eins og við sitjum hér í miðjum heimsfaraldri, en við glímum líka við mannréttinda vandamál. Það eru til vandamál sem við bjuggum ekki til, en þurfum að takast á við, eins og loftslagsvandann og neteinelti með nýrri tækni,“ sagði Rao. 

Þetta er ekki fyrstu verðlaun sem Rao hlýtur en hún var nýlega valin best ungi vísindamaðurinn í Bandaríkjunum fyrir uppgötvun sína á tækinu sem greinir blý í vatni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert