Leikkonan Rebel Wilson ákvað að setja heilsuna í forgrunn á þessu ári. Áður en hún fór í heilsuátakið ákvað hún að láta frysta úr sér egg.
Wilson, sem er fertug, ræddi um heilsuátakið og frjósemi á instagram í spjalli á þriðjudaginn.
„Ég vissi að ég myndi ekki vinna það mikið á þessu ári og hafa rúman tíma. Ég lét líka frysta eggin mín, eins og allar vinnandi konur ættu að hugsa um; ef þið hafið áhuga á því, þá er góð hugmynd að gera það. Ég var að hugsa um frjósemi og að eiga góð egg í bankanum, þannig að ég ákvað að gera þetta og að verða heilbrigðari,“ sagði Wilson.
Wilson hefur náð miklum árangri og náð markmiði sínu hvað heilsuna varðar.