Birgitta með barnaleikrit í maganum

Birgitta er með barnaleikrit í maganum.
Birgitta er með barnaleikrit í maganum. Lósmynd/Aðsend

Tón­list­ar­kon­an og barna­bóka­höf­und­ur­inn Birgitta Hauk­dal er með mörg járn í eldinum. Fyrir jól komu út nýjar bækur í bókaflokknum um Láru og Ljónsa. Hún upplýsti í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk að von væri á leikriti um vinina.  

„Ég er með leikrit í maganum sem ég er búin að vera að skrifa með honum Góa sem tengist Láru og Ljónsa líka. Þannig að það er verkefni þarna sem ég mun vonandi geta eytt meiri tíma í eftir jólin,“ sagði Birgitta sem var ekki viss hvort hún hefði sagt einhverjum frá verkefninu. Birgitta veit að leikritið fer á svið en vildi ekki segja miklu meira. Ef kórónuveiran skemmir ekki fyrir vonast hún til þess að leikritið fari á svið á nýju ári, ef ekki frestast það kannski um nokkra mánuði. 

Birgitta er mikil mamma og lítur á móðurhlutverkið sem sitt aðalstarf. Hún hefur ekki verið í hefðbundinni níu-til-fimm-vinnu síðan hún var unglingur. Hún segir gott að geta ráðið sér sjálf enda geti hún þá varið miklum tíma með börnunum sínum sem hún segir vera það dýrmætasta sem hún eigi.

„Ég er mikil mamma, það er bara þannig. Það er mitt helsta starf. Hin störfin eru svona aukavinna til hliðar. Ég elska að vera mamma. Ég næstum því myndi láta börnin mín hætta í skóla svo ég gæti verið meira með þeim,“ sagði Birgitta og hló.

Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarpsvef mbl.is og öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert