Ronan Keating ætlar í ófrjósemisaðgerð

Ronan og Storm Keating.
Ronan og Storm Keating. Skjáskot/Instagram

Írski söngvarinn Ronan Keating hefur greint frá því að hann ætli í ófrjósemisaðgerð. Hann á fimm börn.  

Keating sem er 43 ára greindi frá þessum áætlunum í morgunþættinum Good Morning Britain en það var konan hans sem átti hugmyndina.

„Þetta var skondin stund. Allt í einu upp úr þurru sagði Storm: „Ég held að tími sé kominn til að þú farir í herraklippingu.“ Ég bara hváði! Svo bara já ok. Ég á fimm heilbrigð börn. Kannski er þetta rétti tíminn,“ sagði Keating.

Keating á fimm börn sem eru 21 árs, 19 ára, 15 ára, þriggja ára og það yngsta er níu mánaða. Þrjú eldri börnin á hann með fyrrverandi eiginkonu sinni Yvonne. Tvö yngstu á hann með núverandi eiginkonu sinni Storm sem er 39 ára.

View this post on Instagram

A post shared by Ronan Keating (@rokeating)

mbl.is