5 ára hafði mikil áhrif á framvindu þáttanna

Bryce Dallas Howard.
Bryce Dallas Howard. mbl.is/Cover

Bryce Dallas Howard, leikstjóri Mandalorian þáttanna, segir að dóttir hennar, Beatrice, hafi haft mikil áhrif á framvindu þáttanna sem eru „spin-off“ af Star Wars-kvikmyndunum. 

Í viðtali við BBC Radio 5 Live sagði Howard að dóttur hennar, þá 5 ára, hefði verið mjög umhugað um litla Jóda. Það gjörbreytti framvindu þáttanna og hvernig Jóda litli var sýndur. 

Lokaþáttur Mandalorian kemur út í dag.

Howard segir að höfundur þáttanna, Jon Favreau, hafi tekið eftir því að hinni ungu Beatrice hafi alls ekki verið sama um Jóda litla. 

„Jon tók eftir því snemma í ferlinu að þegar Jóda var ekki á skjánum fór Beatrice að spyrja mig hvar hann væri og hvert hann hefði farið,“ sagði Howard. Hún hafi því sagt honum að hún héldi að þau þyrftu að alltaf að vita hvar Jóda litli væri og hver væri að passa hann. 

„Við þurfum að vita að hann væri öruggur, þar til hann var það ekki,“ sagði Howard.

Beatrice litla hafði ekki bara áhrif á þættina heldur komu hún og bróðir hennar líka fram í fyrstu þáttaröðinni.

Baby Yoda.
Baby Yoda. Ljósmynd/Lucasfilm ltd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert