Segir móðurhlutverkið krefjandi

Þau Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham eiga þriggja ára son.
Þau Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham eiga þriggja ára son. AFP

Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley segir það krefjandi að vera móðir. Í viðtali við ástralska vefritið Body+Soul segir Whiteley það stundum áskorun að vera móðir og viðskiptakona og finna gott jafnvægi.

„Þetta er ekki auðvelt. Mér líður enn eins og ég sé nýbökuð móðir  jafnvel þótt strákurinn minn sé þriggja ára. Við erum öll svo upptekin, hvort sem við vinnum hlutastarf eða fullt starf. Lífið er púsluspil, sama hvað er í gangi.

Áður en ég eignaðist Jack var líf mitt alltaf á síðustu stundu. Allt var á fleygiferð. Ég fékk stundum símtal og var komin um borð í flugvél tólf tímum síðar. Það gerist ekki lengur. Þá þarf ég að passa upp á að samskipti mín við Jason séu góð og fumlaus,“ segir Whiteley en hún er með breska leikaranum Jason Statham.

„Að ala upp barn krefst mikils stuðnings. Ég hef ákveðnar reglur sem ég fer alltaf eftir. Ég svæfi Jack öll kvöld og er til staðar alla morgna. Ég er aldrei í símanum þegar ég er með honum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert