Eignuðust litla stúlku á jóladag

Josh Brolin og Kathryn Brolin eignuðust litla stúlku á jóladag.
Josh Brolin og Kathryn Brolin eignuðust litla stúlku á jóladag. AFP

Leikarinn Josh Brolin varð faðir í fjórða sinn á jóladag þegar eiginkona hans Kathryn Brolin fæddi litla stúlku í heiminn. Þetta er þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau dótturina Westlyn sem er tveggja ára. 

Litla stúlkan fékk nafnið Chapel Grace og gaf Josh litla útskýringu á nafninu þegar hann tilkynnti fæðingu hennar. 

„Á öllum ferðalögum okkar Kathryn hef ég fundið mikla huggun í öllum kapellum. Ég er ekki mjög trúaður maður en ég hef fundið fyrir Guði í lífi okkar og kapellur hafa alltaf verið griðastaður þar sem ég hef fundið fyrir þakklæti,“ skrifaði Brolin.

View this post on Instagram

A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin)mbl.is