Harry og Meghan keyptu 100 húfur

Harry og Meghan keypu 100 húfur handa börnum í neyð.
Harry og Meghan keypu 100 húfur handa börnum í neyð. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja keyptu 100 húfur af góðgerðarsamtökunum Make Give Live fyrir jólin. Það var þó ekki svo Archie litli fengi nóg af húfum heldur fengu börn í neyð á Nýja-Sjálandi húfurnar. 

Make Give Live greindu frá góðverki hertogahjónanna en kaupin á húfunum virka þannig að þú kaupir eina húfu og þá gefa samtökin eina til barns í neyð. Allar 100 húfurnar sem Harry og Meghan keyptu, auk 100 húfa til viðbótar, runnu beint til barna í neyð. 

„Meghan og Harry hafa gefið okkur gjöf sem heldur áfram að gefa langt fram yfir þessi jól. Takk Jacinda Aarden fyrir að láta þau vita af því að við höfum verið að reyna að komast í samband við þau til að óska þeim gleðilegra jóla og þakka þeim fyrir að lýsa ljósi sínu á vinnuna sem við gerum með þessari mynd sem hefur fangað hjörtu um allan heim,“ skrifuðu góðgerðarsamtökin í færslu á Instagram. Meðfylgjandi var gömul mynd af Harry með Archie í fanginu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Harry og Meghan láta gott af sér leiða en þau birtu umrædda mynd með jólakveðjunni frá fjölskyldunni litlu í fyrra. Í kjölfarið seldist húfan sem Archie er með á höfðinu í bílförmum en Make Give Live selja meðal annars þessa húfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert