Gömul mynd af Katrínu minnir á yngsta soninn

Katrín ásamt föður sínnum þegar hún var lítil stelpa og …
Katrín ásamt föður sínnum þegar hún var lítil stelpa og mæðginin Lúðvík og Katrín. Samsett mynd

Börn Katrínar hertogaynju eru lík móður sinni enda ekkert eðlilegra. Hinn tveggja ára gamli Lúðvík prins þykir þó minna sérstaklega á móður sína þegar hún var lítil stúlka. Kensington-höll birti í sumar gamla mynd af Katrínu sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar geta ekki hætt að hugsa um. 

Á gömlu myndinni, sem var birt í tilefni feðradagsins í sumar, má sjá Katrínu í fangi föður síns. Hún er örlítið eldri en yngsta barn hennar er í dag en líkindin fara ekki á milli mála. Höllin birti einnig nýja mynd af Vilhjálmi Bretaprins og Karli föður hans. 

Katrín er sögð vera mjög meðvituð um líkindi hennar og sonar síns. 

„All­ir segja alltaf að Lúðvík sé ná­kvæm­lega eins og Katrín. Hún elsk­ar það og finnst það mjög fal­legt, hún grín­ast oft með að hann sé eina barnið henn­ar sem lík­ist henni,“ sagði heimildarmaður People í viðtali í tengslum við tveggja ára afmæli Lúðvíks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert