Fallegustu stúlkur í heimi og mamman alveg eins

Clement-tvíburarnir með móður sinni.
Clement-tvíburarnir með móður sinni. Skjáskot/Instagram

Bandarísku tvíburarnir Leah Rose og Ave Marie Clement hafa verið kallaðar fallegustu stúlkur í heimi. Stúlkurnar eru eineggja tvíburar og stofnaði móðir þeirra instagramsíðu fyrir þær á sjö ára afmæli þeirra árið 2017. Nú eru þær með hátt í tvær milljónir aðdáenda. 

Dæturnar eru þekktar sem Clements-tvíburarnir og eru með fyrirsætusamninga við barnafatamerki og tímarit að því er fram kemur á vef Daily Mail. Stúlkurnar eru auðvitað alveg eins. Móðir þeirra, hin 37 ára gamla Jaqi Clements, þykir reyndar ótrúlega lík þeim og þótt þær líti kannski ekki út eins og þríburar mætti halda að hún væri systir þeirra. 

Móðirin fær auðvitað sinn skerf af gagnrýni fyrir uppeldið og stúlkurnar sagðar sorgmæddar á myndunum. Móðirin segir hins vegar fólk ekki þekkja dætur sínar og segir þær leika við fjölmarga vini á hverjum degi. Ein stelling segir ekki neitt um persónuleika eða líf fólks að sögn móðurinnar sem heldur áfram að birta myndir af systrunum fallegu. 

View this post on Instagram

A post shared by Ava + Leah (@clementstwins)

View this post on Instagram

A post shared by Ava + Leah (@clementstwins)

View this post on Instagram

A post shared by Ava + Leah (@clementstwins)
mbl.is