Emma Stone á von á barni

Emma Stone á von á barni.
Emma Stone á von á barni. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone á von á barni með eiginmanni sínum, Sat­ur­day Nig­ht Live-leik­stjór­an­um Dav­id McCary. Hin 32 ára gamla Stone var mynduð í Los Angeles halda utan um óléttukúluna sína. 

„Emma er ólétt og elskar að vera gift,“ sagði heimildarmaður E! en hjónin hafa ekki enn greint frá væntanlegum erfingja formlega. Þetta er fyrsta barn hjónanna. 

Hjónin byrjuðu saman árið 2017. Fréttir af hjónabandi Stone og McCarys voru staðfestar í september en hjónin trúlofuðu sig í desember 2019. 

mbl.is