Missti annað fóstur

Whitney Port.
Whitney Port. Skjáskot/Instagram

Hills-raunveruleikaþáttastjarnan Whitney Port missti annað fóstur árið 2020. Port hafði áður greint frá því að hún hefði misst fóstur árið 2019. 

Port opnaði sig í einlægri færslu á Instagram þar sem hún sagðist ekki hafa verið viss um hvort hún vildi deila þessum fréttum með alheiminum. „Við Timmy vorum ekki viss hvort við vildum segja frá þessu. Ég var ekki viss um að ég vildi endurupplifa sársaukann. Í þetta skiptið leið mér hins vegar öðruvísi,“ sagði Port. 

Port og Tim Rosenman eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn, Sonny, árið 2017. Árið 2019 greindu þau svo frá því að hún hefði misst fóstur. 

Port sagði í færslunni að sér liði núna öðruvísi en með fyrsta fósturmissinn. Þá var hún ekki tilbúin til að eignast barn númer tvö. Núna var hún hins vegar mjög tilbúin og tengdist hinu ófædda barni mjög. „Ég var mjög spennt og naut þess að vera ólétt. Ég var búin að sjá þetta allt fyrir mér. Ég er leið en það er í lagi með mig og við munum reyna aftur. Ég er líka svo leið í hjartanu yfir öllum þeim sem hafa upplifað þetta eða munu upplifa þetta,“ sagði Port. 

mbl.is