Sonur Paltrow átti erfitt í heimsfaraldrinum

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að unglingssonur hennar Moses hafi átt erfitt með að laga sig að heimsfaraldrinum. Dóttir hennar, Apple, átti mun auðveldara með að átta sig á breyttum heimi. 

„Sonur minn hefði átt að byrja í framhaldsskólanum í september. Ég held það sé mjög erfitt félagslega. Ég held það sé mjög erfitt að vera 14 ára, og það er erfiðast fyrir þau sem eru á mikilvægasta þroskaskeiðinu, ég tók eftir því,“ sagði Paltrow í viðtali við Jimmy Kimmel á dögunum. 

Hún þakkaði þó fyrir að hann hefði mikinn áhuga á hjólabrettum, áhugamál sem hann getur sinnt sjálfur. „Hann getur gert mikið einn, æft sig úti og unnið í færni sinni og þannig. Mér finnst samt mjög merkilegt hversu fljót börn eru að aðlaga sig þessu,“ sagði Paltrow.

Dóttur hennar Apple, sem er 16 ára, leið mun betur í vor þegar allt breyttist. „Hún veit betur hver hún er og hún á fleiri vini,“ sagði Paltrow.

mbl.is