Í heimakennslu í sveitinni

Karlotta og Georg á leið í skólann með foreldrum sínum …
Karlotta og Georg á leið í skólann með foreldrum sínum Katrínu og Vilhjálmi. AFP

Georg prins og Karlotta prinsessa snúa ekki í skólann núna eftir áramót þar sem útgöngubann tók gildi í Bretlandi í vikunni. Litla kóngafólkið er nú í heimakennslu og er talið líklegt að foreldrar þeirra þau Katrín og Vilhjálmur fresti för sinni til Lundúna vegna aðstæðna. 

Fjölskyldan dvaldi á sveitasetri sínu Anmer Hall í Norfolk á Englandi í jólafríinu og telja breskir fjölmiðlar líklegt að þau dvelji þar áfram í ljósi nýjustu tíðinda. Fjölskyldan dvaldi þar einnig í sveitinni síðasta vor þegar skólar voru lokaðir.

Georg og Karlotta ganga í Thom­as's Batter­sea-skólann í Lundúnum, sem er fokdýr einkaskóli. Georg, sem er sjö ára, er í þriðja bekk en hin fimm ára gamla Karlotta er í fyrsta bekk. Bróðir þeirra Lúðvík er tveggja ára og því ekki byrjaður í skóla.

Katrín hertogaynja sagði að það hefði verið áskorun að vera með börnin í heimakennslu í fyrra. Georg og Karlotta fengu til dæmis ekki hefðbundið páskafrí þar sem foreldrarnir héldu þeim í hefðbundinni heimakennslu.

Karlotta og Georg eru í heimakennslu.
Karlotta og Georg eru í heimakennslu. AFP
mbl.is