Öðruvísi ást að verða faðir

Rupert Grint varð faðir á síðasta ári.
Rupert Grint varð faðir á síðasta ári. Wikipedia

Harry Potter-stjarnan Rupert Grint segir að hann hafi upplifað allt aðra ást þegar hann varð faðir. Grint og kærasta hans Georgia Groome eignuðust sitt fyrsta barn í maí síðastliðinn, dótturina Wednesday. 

„Þetta var eitthvað sem ég hafði ekkert pælt í, svona ást. Það er allt öðruvísi ást,“ sagði leikarinn í viðtali við Comicbook.com.

Hinn nýbakaði faðir leikur nú í þáttunum Servant á Apple TV+ en þar er meðal annars fjallað um missinn sem foreldrar finna þegar þau missa börn sín. Hann segir að það hafi hjálpað honum að komast í hlutverk að verða faðir í raunveruleikanum en hins vegar hafi verið mjög erfitt að leika í þáttunum. „Þetta eru verstu þættirnir til að vera hluti af ef þú varst að verða foreldri,“ sagði Grint. 

mbl.is