Sonurinn ekki sóttkvíarbarn

Billie Lourd.
Billie Lourd. AFP

Leikkonan Billie Lourd segir að sonur hennar sé ekki sóttkvíarbarn. Lourde og kærasti hennar Austen Rydell eignuðust soninn Kingston í heimsfaraldrinum en hann var þó getinn áður en veiran fór að láta á sér kræla. 

„Hann er tæknilega séð ekki sóttkvíarbarn. Og mig langar opna mig um það því margir eru að eignast sóttkvíarbörn. Kingston var getinn fyrir heimsfaraldurinn. Hann er tæknilega séð Karíbahafsbarn,“ sagði leikkonan í viðtali við stjúpföður sinn Bruce Bozzi á dögunum. 

Hún útskýrði að Kingston litli hefði komið í heiminn á svipuðum tíma og allir fóru í sóttkví. Hún tilkynnti ekki fæðingu sonar síns strax. 

„Ég fékk að halda því fyrir mig og aðeins fjölskyldan mín vissi af því, enginn annar. Allir voru svo hissa þegar ég birti mynd af fótunum hans,“ sagði Lourd. Hún segir að það hafi gert meðgönguna yndislega að halda henni frá augum fjölmiðla og samfélagsmiðla. 

mbl.is