Danski typpakallinn vekur heimsathygli

John Dillermand vekur athygli víða.
John Dillermand vekur athygli víða. Ljósmynd/DR

Dönsku teiknimyndaþættirnir um John Dillermand, mann sem er með heimsins stærsta typpi, hefur vakið athygli ekki bara á Íslandi eða í Skandinavíu heldur einnig í hinum stóra heimi.

Breska blaðið Guardian fjallaði ítarlega um John Dillermand, sem gæti kallast Jón Tilli á íslensku, í gær. Þá hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CNN einnig fjallað um Jón og New York Post og Vulture

Teiknimyndirnar fjalla um typpakallinn Jón, sem er maður á miðjum aldri sem býr hjá langömmu sinni. Hann lendir ítrekað í miklum vandræðum sem typpið hans leiðir hann út í. Það hefur nefnilega sjálfstæðan vilja og hefur Jón engan hemil á því.

Þættinir voru frumsýndir í byrjun árs á barnastöð danska ríkisútvarpsins. Þeir eru ætlaðir fyrir börn á aldrinum 4 til 8 ára. 

Þættirnir hafa ekki bara vakið athygli heldur einnig verið gagnrýndir harðlega af foreldrum í Danmörku sem segja að þættir um kynfæri karla eigi ekki að vera hluti af afþreyingarefni barna. Aðrir eru hins vegar mjög ánægðir með þættina og hefur áhorf í Danmörku verið mikið.

Stuðningsmenn þáttanna benda á að það sé ekkert kynferðislegt við lim Jóns í þáttunum og að þeir sýni fyrst og fremst mann sem iðulega gerir mistök og reynir að bæta fyrir þau eftir fremsta megni. 

„Þættirnir sýna mann sem hvatvís og hefur ekki alltaf stjórn, sem gerir mistök eins og börn, og það sem mikilvægast er, hann bætir alltaf upp fyrir þau. Hann tekur ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar kona í þáttunum segir honum að halda lim sínum í buxunum, þá hlustar hann. Það er gott. Hann tekur ábyrgð,“ sagði Erla Heinsen Højsted fjölskyldusálfræðingur um þættina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert