Vill eignast eins mörg börn og hún getur

Priyanka Chopra vill eignast eins mörg börn og hún getur …
Priyanka Chopra vill eignast eins mörg börn og hún getur með eiginmanni sínum Nick Jonas. AFP

Leikkonuna Priyönku Chopra Jonas langar til að eignast eins mörg börn og hún getur með eiginmanni sínum Nick Jonas. 

Chopra og Jonas gengu í það heilaga árið 2018 en eru ekki byrjuð að eignast börn. Í viðtali við The Sunday Times ræddi Chopra um barneignir. 

„Heilt krikketlið. Ég vil börn, eins mörg og ég get eignast. En heilt krikketlið? Ég er ekki svo viss um það,“ sagði Chopra. 

Töluverður aldursmunur er á Chopra og Jonas; hún er 38 ára en hann tíu árum yngri. Þá er hún frá Indlandi en hann Bandaríkjunum. Hún segir að hvorki aldursmunurinn né menningarmunurinn í uppeldi þeirra hafi verið mikil fyrirstaða í hjónabandinu.

„Hvorugt var mikil fyrirstaða. Nick aðlagaðist Indlandi eins og fiskur vatni. En eins og hjá venjulegu pari þurfum við að skilja venjur hvort annars og hvað okkur líkar, þannig að það er eiginlega meira ævintýri að finna út hvað geti verið fyrirstaða. Ekkert af þessu hefur verið það erfitt,“ sagði Chopra.

Vegna kórónuveirunnar hefur parið eytt meiri tíma saman en þau hefðu gert í venjulegu árferði. Hún segir það blessun að hafa fengið að vera svona mikið saman.

mbl.is