Gossip Girl-stjarna eignast dóttur

Jessica Szohr.
Jessica Szohr.

Leik­kon­an Jessica Szohr eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn, litla stúlku. Barnið á hún með kær­asta sín­um Brad Rich­ard­son. Szohr, sem er 35 ára, er hvað þekkt­ust fyrri hlut­verk sitt í ung­lingaþátt­un­um Gossip Girl þar sem hún fór með hlut­verk Vanessu Abrams. 

Stúlkan hefur hlotið nafnið Bowie Ella Richardson. 

„Að skapa manneskju sem er algjörlega fullkomin í okkar augum og fær mann til þess að upplifa tilfinningar sem ég vissi ekki að væru til er nokkuð sem orð fá ekki lýst,“ sagði Szohr í færslu sinni á instagram.

mbl.is