Taldi sig vera með æxli en ekki barn í maganum

Nick Carter og Lauren Kitt Carter eiga nokkuð óvænt von …
Nick Carter og Lauren Kitt Carter eiga nokkuð óvænt von á barni. skjáskot/Instagram

Backstreet Boys-stjarn­an Nick Cart­er og eiginkona hans, Lauren Kitt Carter, eiga von á sínu þriðja barni. Kitt Carter komst ekki að óléttunni fyrrr en eftir margra mánaða meðgöngu en óléttan kom á óvart eftir mörg fósturlát. 

„Við ætluðum bara að eiga tvö börn og vorum búin að undirbúa okkur undir það og haga því þannig,“ sagði hin 37 ára gamla Kitt Carter í viðtali við People. Erfiðlega gekk að eignast börnin þrjú og missti hún bæði barn og fóstur eftir mislanga meðgöngulengd. 

„Við ætluðum að eignast tvö börn og þetta var óvænt. Ég komst ekki að því að ég væri ólétt fyrr en eftir fimm og hálfan mánuð. Ég var ekki með nein einkenni, ekkert benti til þess að ég væri ólétt. Einn dag fann ég fyrir einhverju hreyfast í líkama mínum,“ sagði Kitt Carter. Henni fannst eitthvað vera að og vildi fara til læknis. Það hvarflaði þó ekki að henni að hún væri ólétt. 

„Ég hélt að ég væri með æxli, það var bara ekki séns að ég væri ólétt vegna sögu minnar og þess sem ég gerði til þess að eignast börnin mín tvö. Nick talaði meira segja um það svona tveimur vikum áður að fá staðgöngumóður og mögulega eignast þriðja barnið. Það var bara nokkuð sem við vorum að tala um.“

Kitt Carter segist hafa lært í gegnum árin að það er ekki hægt að stjórna líkamanum. Sama hversu hollt fólk borðar, sleppir vörum með eiturefnum, það skiptir ekki máli. „Ég geri það sem ég get gert en ég hef lært að ég hef enga stjórn á öðru. Það er ekki mér að kenna, það er ekki Nick að kenna. Það er engum að kenna. Þetta er bara, þetta eru bara örlögin,“ sagði Kitt um missi sinn.

Nick Carter hér með félögum sínum úr Backstreet Boys. Howie …
Nick Carter hér með félögum sínum úr Backstreet Boys. Howie Dorough, Nick Carter, Brian Littrell, AJ McClean og Kevin Richardson. AFP
mbl.is