Vill ekki eyðileggja börnin með skilnaðinum

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Kim Kardashian er annt um hag barna sinna og hefur áhyggjur af því hvaða áhrif skilnaður hennar og Kanye West hefur á börnin. Fréttir af yfirvofandi skilnaði hjónanna bárust í byrjun árs en helsta ástæða þess að þau eru ekki nú þegar skilin virðist vera börnin. 

Kardashian-West-hjónin eiga fjögur börn. Sjálf gekk raunveruleikaþáttastjarnan með North, sjö ára, og Saint, fimm ára. Þau fengu staðgöngumæður til þess að ganga með þau Chicago, þriggja ára, og Psalm, sem verður tveggja ára í vor. 

„Börnin skipta Kim mjög miklu máli,“ sagði heimildarmaður People. „Hún hefur áhyggjur af því hvað áhrif varanlegur skilnaður hefur á líðan þeirra.“

Heimildarmaðurinn segir raunveruleikaþáttastjörnuna vera að spyrjast fyrir um hvernig best sé að fara að. Síðustu mánuði og jafnvel lengur hefur reynst erfitt að vera venjuleg fjölskylda. 

„Það er ekki hægt að laga hjónaband Kim og Kanyes,“ sagði annar heimildarmaður. „Kim er komin með nóg af ringulreiðinni sem fylgir Kanye. Núna vill hún bara einbeita sér að börnunum sínum og eigin lífi.“

Kardashian er sögð vilja halda áfram að búa í Los Angeles til þess að búa börnunum besta hugsanlega líf.

„Þau eru bara ekki á sömu blaðsíðunni þegar kemur að þeim sem fjölskyldu og Kim finnst það allt í lagi. Hún gerir hvað sem er fyrir börnin svo þau geti átt gott samband við Kanye, hún vill bara ekki vera gift honum.“

Kanye West, Kim Kardshian og börnin þeirra fjögur.
Kanye West, Kim Kardshian og börnin þeirra fjögur. Skjáskot/Instagram
mbl.is