Frægt fólk ekki með barnfóstrur

Mila Kunis og Ashton Kutcher.
Mila Kunis og Ashton Kutcher. Skjáskot

Líf hinna ríku og frægu virðist oft á tíðum auðveldara en hjá okkur hinum. Það getur verið með margar barnfóstrur á sínum snærum og tryggt þannig að það fái að lifa sínu lífi án þess að hafa áhyggjur af hversdagslegum hlutum á borð við bleyjuskipti eða að keyra og sækja hingað og þangað. Angelina Jolie er sögð hafa haft margar barnfóstrur á sínum snærum allan sólarhringinn. Aðrar stjörnur hafa þó kosið að sjá um börn sín að mestu leyti sjálfar án keyptrar aðstoðar. 

Mila Kunis og Ashton Kutcher

Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga saman tvö börn.
Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga saman tvö börn. mbl

Mila og Ashton Kutcher ákváðu að ráða enga barnfóstru þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Þeim fannst mikilvægt að kynnast barninu og þörfum þess vel og þeim leið eins og barnfóstra myndi hindra það. 

Celine Dion

Celine Dion sá um sín börn sjálf.
Celine Dion sá um sín börn sjálf. AFP

Celine Dion fannst það ekki vera fyrir sig að ráða barnfóstrur. Hún hefur sagt að hún hafi ekki eignast börn til þess að einhver annar gæti alið þau upp. Jafnvel þótt hún hafi oft á tíðum verið uppgefin hafi hún alltaf viljað sjá um börnin sjálf. Dion á þrjá syni.

Blake Lively og Ryan Reynolds

Blake Lively og Ryan Reynolds.
Blake Lively og Ryan Reynolds. AFP

Hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds eiga þrjár dætur og hafa skipulagt tíma sinn þannig að þegar annað þeirra er að vinna þá er hitt heima með börnunum.

Matthew McConaughey og Camila Alves

Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves.
Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alves. AFP

Hjónin Matthew McConaughey og Camila Alves hafa bæði mikið að gera í vinnu og eru með þrjú ung börn á heimilinu. Þau hafa þó ákveðið að þiggja aðeins hjálp frá móður Alves. Þá hefur Alves sagt að lykillinn að góðu heimilislífi sé að vera mjög skipulagður.

Eva Mendes og Ryan Gosling

Eva Mendes og Ryan Gosling eiga tvær dætur.
Eva Mendes og Ryan Gosling eiga tvær dætur. Skjáskot Daily Mail

Leikarahjónin Eva Mendes og Ryan Gosling eiga tvær dætur. Mendes hefur frá upphafi sagst vilja sjá um börn sín sjálf, burtséð frá hversu þreytt hún sé.

mbl.is