Hemsworth-bræður ekkert breyst

Bræðurnir Liam og Chris Hemsworth.
Bræðurnir Liam og Chris Hemsworth. Skjáskot/Instagram

Áströlsku leikarabræðurnir Chris og Liam Hemsworth eru líkir og hafa alltaf verið. Sá síðarnefndi fagnaði 31 árs afmæli á dögunum og birti eldri bróðir hans gamla barnamynd af þeim. Af myndinni að dæma hafa þeir bræður alltaf verið samstiga í lífinu. 

„Til hamingju með afmælið Liam Hemsworth. Þessi mynd var tekin fyrir þremur árum í dag, djöfull sem tíminn flýgur en þú hefur ekkert breyst,“ skrifaði miðjubróðirinn Chris á instagram en líklega er lengra en þrjú ár síðan myndin var tekin. 

Bræðurnir brosa breitt með hund á milli sín en sjö ár eru á milli bræðranna. Elsti bróðir þeirra Luke, sem einnig er leikari, fæddist 1980. Á myndinni af Liam og Chris eru þeir í eins fötum, sem virðast einna helst vera skólabúningar. 

Liam Hemsworth.
Liam Hemsworth. AFP
Chris Hemsworth.
Chris Hemsworth. AFPmbl.is