Fylgdist með ókunnugri konu fæða barn

Vanessa Kirby leikur konu sem missir barn í nýrri kvikmynd.
Vanessa Kirby leikur konu sem missir barn í nýrri kvikmynd. AFP

Leikkonan Vanessa Kirby fer með hlutverk konu sem fæðir andvana barn í myndinni Pieces of a Woman. Í myndinni er reynt að sýna trúverðuga fæðingu og þar sem Kirby hefur ekki fætt barn sjálf leitaði hún allra leiða til þess að leika fæðinguna sem best. 

Myndin byggist á sannri sögu af heimafæðingu sem endar illa og fjallar ekki síst um missi móðurinnar sem Kirby leikur. Í viðtali við ET segist Kirby hafa fengið þau forréttindi að fylgjast með konu fæða barn í alvörunni. „Hún leyfði mér að vera með sér,“ sagði Kirby. „Það breytti mér algjörlega. Ég sá hversu öflugar konur eru. Þetta er ótrúlega frumstætt, þetta er svo heilagt. Ég var dolfallin. Ég hefði aldrei getað leikið þetta án hennar. Aldrei.“

Kirby talaði jafnframt við konur sem höfðu misst barn. Margar konur sögðust aldrei hafa sagt sínar sögur áður, aldrei verið spurðar eða jafnvel enginn hlustað. Henni leið eins og henni bæri skylda til þess að standa sig vel þeirra vegna. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert