Óvenjulegar uppeldisaðferðir stjarnanna

Madonna er ströng móðir.
Madonna er ströng móðir. HO

Frægt fólk velur ekki bara óvenjuleg nöfn á börn sín heldur fylgir það oft óvenjulegum uppeldisaðferðum.

Mila Kunis og Ashton Kutcher

Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn.
Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn. AFP

Þessi leikarahjón hafa forðast að gefa börnum sínum jólagjafir. Þau vilja að hátíðarnar snúist um fjölskylduna og samveru frekar en efnislega hluti.

Kourtney Kardashian

Kourtney Kardashian, Scott Disick og börnin.
Kourtney Kardashian, Scott Disick og börnin. mbl.is/AFP

Kourtney Kardashian leggur mikið upp úr tengslamyndun og sefur með börnunum þar til þau upplifa sig nógu örugg til þess að sofa ein. Þetta er talið hafa valdið streitu í sambandi hennar við Scott Disick þar sem þau áttu lítinn tíma út af fyrir sig.

Jada Pinkett Smith

Jada Pinkett Smith með fjölskyldu sinni.
Jada Pinkett Smith með fjölskyldu sinni. KEVIN WINTER

Jada Pinkett Smith telur mikilvægt að börn búi til sínar eigin reglur. Hún trúir ekki á refsingar og ef þau gera eitthvað rangt fá börnin að velja hvernig þau bæta upp fyrir það.

Angelina Jolie

Angelina Jolie ásamt fjórum af sex börnum sínum.
Angelina Jolie ásamt fjórum af sex börnum sínum. AFP

Angelina Jolie leggur áherslu á óformlega menntun barna sinna. Brad Pitt var sagður vilja hefðbundnara uppeldi og að sá ágreiningur hefði skapað mikla spennu í sambandi þeirra.

Gwyneth Paltrow

Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.
Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.

Gwyneth Paltrow hefur aldrei fetað troðnar slóðir. Hún lagði áherslu á að börn sín borðuðu alltaf það sama og hún og var aldrei með svokallaðan „barnamatseðil“. Það þykir kannski ekki óeðlilegt nema fyrir þær sakir að mataræði Paltrow þykir mjög öfgakennt í hollustunni. Þá máttu börn hennar Apple og Moses ekki horfa á sjónvarp nema það væri á öðru tungumáli. Þannig vildi hún virkja tungumálafærni þeirra.

Madonna

Madonna með börnin sín sex á aldrinum fjögurra til 21 …
Madonna með börnin sín sex á aldrinum fjögurra til 21 árs. Rocco, eldri sonur hennar segir að Madonna sé ströng móðir á á góðan hátt. Ljósmynd/skjáskot

Madonna er litríkur karakter en í uppeldi barna sinna er hún sögð mjög ströng. Þau mega ekki horfa á sjónvarp eða lesa dagblöð. Ef þau skilja eftir föt á gólfinu eru þau föt gerð upptæk í refsingarskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert