Hammer í harðri forræðisdeildu

Elizabeth Chambers og Armie Hammer í febrúar á síðasta ári.
Elizabeth Chambers og Armie Hammer í febrúar á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Armie Hammer segir ekkert til í þeim sögusögnum um að hann sé fyrir mannát, framhjáhald eða dóp. Lionsgate stendur við bakið á leikaranum á meðan að upplýsingar og sannanir leka til fjölmiðla. Þetta kemur fram á síðu Page Six

Elizabeth Chambers eiginkona Hammers sótti um skilnað við leikarann í júlí síðastliðinn eftir tíu ára hjónaband. Saman eiga þau tvö börn og hafa Chambers og börnin komið sér fyrir á Cayman-eyjum frá því faraldurinn fór af stað. 

Sögusagnir um áhuga Hammers á mannáti hafa verið þrálátar að undanförnu og hefur ung kona að nafni Courtney Vucekovich sýnt fram á gögn þar sem hann er að biðja hana um blóð og óhefðbundið kynlíf. Þau virðast hafa verið í sambandi þó Hammers hafi verið giftur. 

„Ég ætla ekki að svara þessum fáránlegu ásökunum sem hafa komið fram á netinu gegn mér. Þær hafa hins vegar valdið því að nú get ég ekki með góðri samvisku farið frá Cayman-eyjum eins og ég hafði áætlað að gera. Ég átti að vera í fjögurra mánaða verkefni í Dóminíska lýðveldinu. Ég er hins vegar þakklátur fyrir að Lionsgate stendur við bakið á mér í gegnum þessa erfiðleika,“ segir Hammer í tilkynningu sem hann sendi á Page Six. 

Hammer ku vera í forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína en þau birtu fallega tilkynningu á samfélagsmiðlum um skilnað sinn þann 10. júlí síðastliðinn. Margt hefur gerst síðan þá og eru sögusagnir uppi um að eiginkonan fyrrverandi hefði ekki vitað hvað var í gangi hjá leikaranum á bak við tjöldin. 

View this post on Instagram

A post shared by @armiehammer

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert