Staðfesta fæðingu sonarins og opinbera nafnið

Justin Timberlake og Jessica Biel eignuðust son.
Justin Timberlake og Jessica Biel eignuðust son. AFP

Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel hefur staðfest fæðingu sonar síns. Fjölmiðlar greindu frá því síðastliðið sumar að sonur þeirra væri kominn í heiminn en þau staðfestu fréttirnar aldrei. 

Timberlake greindi nú frá því í viðtali við Ellen DeGeneres að sonurinn væri kominn og að hann væri kominn með nafn. Litli drengurinn fékk nafnið Phineas. Fyrir eiga þau Timberlake og Biel soninn Silas sem kom í heiminn árið 2015. 

„Hann er magnaður og svo sætur. Enginn sefur, en við erum í skýjunum og gætum ekki verið hamingjusamari. Mjög þakklát,“ sagði Timberlake. 

Timberlake og Biel tókst að halda meðgöngunni úr sviðsljósinu og því kom það mörgum á óvart þegar fjölmiðlar greindu frá fæðingu drengsins litla.

mbl.is