Hildur Vala og Kjartan eiga von á barni

Hildur Vala og Kjartan eiga von á barni.
Hildur Vala og Kjartan eiga von á barni. mbl.is/skjáskot Facebook

Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir og sambýlismaður hennar Kjartan Ottósson eiga von á barni í maí. Frá þessu greinir leikkonan á samfélagsmiðlum.

Hildur Vala lék Ronju ræningjadóttur og tók við hlutverkinu af Sölku Sól. Hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019, og var strax boðinn samningur við Þjóðleikhúsið, enda afar efnileg leikkona. Auk þess að leika Ronju lék hún í Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðinni og Meistaranum og Margarítu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Hildur Vala lék í ýmsum söngleikjum í Borgarleikhúsinu og Verslunarskóla Íslands áður en hún hóf nám í LHÍ. 

Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju. 

mbl.is