Fimmtánda barnið á leiðinni

Zac og Kate Hanson eiga von á sínu fimmta barni.
Zac og Kate Hanson eiga von á sínu fimmta barni. Skjáskot/Instagram

Zac Hanson, yngsti bróðirinn í Hanson-bræðrabandinu, á von á sínu fimmta barni í mars. Hanson-bræðurnir hafa verið duglegri við að hrúga niður börnum en að sigra tónlistarheiminn að undanförnu og er væntanlegt barn Zacs Hansons það 15. úr þriggja bræðra bandinu. 

Hinn 35 ára gamli Zac Hanson sagðist í viðtali við People mjög þakklátur fyrir litla strákinn sem er á leiðinni. Zac kvæntist Kate Hanson árið 2006 eftir fimm ára samband. Síðan þá hafa þau eignast fjögur börn og það fimmta á leiðinni. 

Elsti bróðirinn úr hljómsveitinni, Isaac, á aðeins þrjú börn en hinn 37 ára gamli Taylor eignaðist sjöunda barnið í desember. mbl.is