Romeo Beckham alveg eins mamma hans 2007

Romeo Beckham er líkur móður sinni Victoriu Beckham.
Romeo Beckham er líkur móður sinni Victoriu Beckham. Samsett mynd

Romeo Beckham, næstelsti sonur þeirra Davids og Victoriu Beckham, prýðir forsíðu tímaritsins L'Uomo Vogue. Hinn 18 ára gamli Romeo situr líka fyrir inni í blaðinu en hann þykir afar líkur foreldrum sínum á myndunum. 

Victoria Beckham virðist einna helst vera mætt á forsíðuna. Andlitsfall mæðginanna er nokkuð líkt. Nef Romeos minnir til dæmis á nef fatahönnuðarins. Síðustu ár hefur fjögurra barna móðirin verið með látlaust dökkt hár en hún var aðeins tilraunaglaðari stuttu eftir kryddpíuferilinn. Hún var til dæmis með aflitað stutt ljóst hár árið 2007 og minnir hárgreiðsla Romeos á forsíðunni á þá hárgreiðslu. 

View this post on Instagram

A post shared by ROMEO (@romeobeckham)

David Beckham var reyndar líka duglegur að skipta um hárgreiðslu upp úr síðustu aldamótum og minna myndirnar innan úr blaðinu töluvert á knattspyrnustjörnuna með aflitað hár. 

View this post on Instagram

A post shared by ROMEO (@romeobeckham)

David Beckham og Victoria Beckham árið 2007.
David Beckham og Victoria Beckham árið 2007. ACTION IMAGES
mbl.is