Glímdi við grimmt fæðingarþunglyndi

Jade Roper og Tanner Tolbert.
Jade Roper og Tanner Tolbert. Skjáskot/Instagram

Bachelor-stjarnan Jade Roper segir að hún hafi glímt við grimmt fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist son sinn Brooks í júlí 2019. 

Roper deildi sögunni sinni eftir að hún „kvartaði yfir móðurhlutverkinu“ þegar hún eignaðist yngsta barn sitt, Reed, í nóvember 2020. 

„Stundum á ég virkilega erfitt með að átta mig á því hverju ég á að deila hérna,“ sagði Roper og sagði að nokkrir fylgjendur sínir hefðu hótað að hætta að fylgja henni á samfélagsmiðlum ef hún hætti ekki að kvarta yfir móðurhlutverkinu. 

„Staðreyndin er sú að ég glímdi við grimmt fæðingarþunglyndi fyrstu sex mánuðina eftir að Brooks kom í heiminn og enginn vissi það,“ sagði Roper. 

Hún benti á að í hvert skipti sem manneskja eignast börn þarf hún að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. 

mbl.is