„Minnkar streitu að brjóta saman“

Leikkonan Maya Rudolph er með góð ráð þegar kemur að …
Leikkonan Maya Rudolph er með góð ráð þegar kemur að streitu. mbl.is/AFP

Leikkonan Maya Rudolph, sem margir muna eftir úr kvikmyndinni Bridesmaids, segir fátt róa taugarnar jafnmikið og að brjóta saman þvott ungbarna. Hún gengur jafnvel svo langt að mæla með því að fólk kaupi sér barnaföt til að brjóta saman jafnvel þótt það eigi ekki börn. Þetta ráð gefi hún öllum á tímum kórónuveirunnar og þá sér í lagi gagnvart stressi við að fylgjast með fréttamiðlum.

Betra ráð, að mati Barnavefjarins, væri að fara í heimsókn til nýbakaðra foreldra og aðstoða þá með þvottinn, enda vita flestir sem eiga ung börn að skortur á svefni yfir nóttina getur gert einföldustu húsverk flókin. Þá er ávallt gott að hringja á undan sér og vera með sprittaðar hendur og grímu.

Að öllu gríni slepptu, þá segir Rudolph Calm-magnesíum einnig gera kraftaverk. 

Í viðtali við ELLE segir Rudolph að góð streituráð á tímum kórónuveirunnar séu mikilvæg. Hún mælir með því að fólk beini athyglinni að einhverju jákvæðu og skemmtilegu; tali um tilfinningar sínar og ef ekkert annað virki sé alltaf gott að öskra í koddann! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert