Gefa ekki upp nöfn barna sinna

Josh Hartnett og Tamsin Egerton.
Josh Hartnett og Tamsin Egerton. Skjáskot/Instagram

Josh Hartnett og eiginkona hans Tamsin Egerton hafa staðfest komu þriðja barns síns.

Hartnett, sem er hvað frægastur fyrir að hafa leikið í Pearl Harbour, hefur lítið verið í sviðsljósinu og er almennt mjög gætinn um einkalíf sitt. Hjónin hafa til að mynda aldrei gefið upp opinberlega hvað börnin þeirra heita. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þriðja barnið fæddist.

Stoltastur af því að vera faðir

Í sjaldgæfu viðtali á dögunum sagði Hartnett að hann setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti fram yfir leiklistarferilinn. Þá sagði hann að það að vera faðir væri eitt af því sem hann væri hvað stoltastur af í lífinu. 

„Ég er stoltastur af því að vera þriggja barna faðir og eiga í góðu sambandi við eiginkonu mína. Við eigum frábært fjölskyldulíf, ég get enn unnið og eftir því sem árin færast yfir hafa persónurnar sem ég leik orðið enn áhugaverðari.“

Krefjandi líf með börnin

Hartnett sagði að lífið á tímum kórónuveirunnar væri krefjandi en þau gerðu sitt allra besta.

„Við höfum reynt að halda börnunum uppteknum. Það er mikil vinna og við þurfum bæði að vera að allan daginn. Í lok dags viljum við bara fara beint að sofa,“ segir Hartnett en elsta barnið þeirra fæddist 2015, annað barnið 2017 og óljóst er hvenær það þriðja fæddist.

Forðast glamúrinn í Hollywood

Hartnett hefur forðast ys og þys hollywoodlífsins. „Margir falla í gryfjuna, en mér finnst mikilvægt að rækta fjölskylduna. Ég vil ekki missa tengslin við þau. Þetta er fólkið sem gerir mig að því sem ég er. Ég ákvað að lífið kæmi í fyrsta sæti, fram yfir frama í Hollywood. Það var alltaf markmið mitt.“

Josh Hartnett lét í Pearl Harbour, 40 days and 40 …
Josh Hartnett lét í Pearl Harbour, 40 days and 40 nights og Lucky Number Slevin. Reuters
mbl.is