Sonardóttir Bidens vinsæl á TikTok

Frænkurnar Naomi Biden (t.v.) og Nathalie Biden (t.h.).
Frænkurnar Naomi Biden (t.v.) og Nathalie Biden (t.h.). Skjáskot/Instagram

Nathalie Biden er með 1,5 milljónir fylgjenda á TikTok og hafa vinsældir hennar á samfélagsmiðlinum vaxið mikið síðan afi hennar, Joe Biden, tók við embætti Bandaríkjaforseta. 

Nathalie er dóttir elsta sonar Bidens, Beaus, sem lést úr krabbameini árið 2015. Hún er 16 ára gömul og studdi við bakið á afa sínum í kosningabaráttunni. 

Nathalie hefur ekki sett mörg myndbönd á TikTok en mörg hundruð þúsund hafa horft á myndböndin af henni og vinkonum hennar. Hún er með læstan instagramreikning en á meðal fylgjenda hennar er Kaia Gerber, dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford.

Nathalie vakti mikla athygli á innsetningarathöfn Bidens og Kamölu Harris á miðvikudaginn síðasta en þá var hún klædd í skærbleika kápu frá Lafayette 148 New York, með grímu og trefil í stíl. Við kápuna var hún í ljósbláum stígvélum.

Nathalie Biden í bleikri kápu við innsetningarathöfn afa síns.
Nathalie Biden í bleikri kápu við innsetningarathöfn afa síns. AFP
Nathalie Biden er vinsæl á TikTok.
Nathalie Biden er vinsæl á TikTok. Skjáskot/TikTok
mbl.is